Forsíða

Hljómsveitarmynd

Velkomin á vefsíðu Sniglabandsins.

Eftir áralanga bið kemur loksins út hljómplatan Íslenskar sálarrannsóknir með Sniglabandinu.

Í lok árs 2014 komu meðlimir Sniglabandsins saman og ákváðu  að eyða næsta ári í að kafa inn í sálina á íslenskum dægurlögum og leita að þeim kjarna sem að þar ætti að finna.
Útkoman er hrein og tær.
Sniglabandið heldur upp á 30 ára afmæli sitt á þessu ári og þessi plata er gjöf hljómsveitarinnar til þjóðarinnar.
Fyrstu lög af plötunni, Lögin Ég er að tala um þig og Þú bíður allavega eftir mér hafa hljómað á öldum ljósvakans í haust og það eiga væntanlega fleiri lög af þessari frábæru plötu eftir að fylgja í kjölfarið.

Væntanlegt á síðuna er meira efni og einnig má benda á að texta við lög Sniglabandsins er hægt að finna á www.guitarparty.com beinn linkur á Sniglabandið er http://www.guitarparty.com/is/artist/sniglabandid/

Meðlimir Sniglabandsins eru (eins og oft áður):

  • Pálmi Sigurhjartason
  • Björgvin Ploder
  • Friðþjófur Ísfeld
  • Skúli Gautason - (skuli@sniglabandid.is)
  • Þorgils Björgvinsson
  • Einar Rúnarsson